Íslenski boltinn

Tek bikarinn aftur árið 2010

Jónas Guðni Sævarsson vann bikarinn í þriðja skiptið á ferlinum í gær.
fréttablaðið/anton
Jónas Guðni Sævarsson vann bikarinn í þriðja skiptið á ferlinum í gær. fréttablaðið/anton

Jónas Guðni Sævarsson, fyrirliði KR, var að vinna sinn þriðja bikarmeistaratitil í gær en hann varð bikarmeistari með Keflavík árin 2004 og 2006.

„Ég vinn bikarmeistaratitilinn alltaf á tveggja ára fresti, árin 2004, 2006 og 2008, þannig að ég vinn bikarinn aftur árið 2010,“ segir Jónas Guðni sigurreifur.

„Það er frábært að enda sumarið með þessum hætti og vera taplausir í níu síðustu leikjum okkar og landa titli. Maður getur ekki verið annað en ánægður með þetta sumar þó svo að við hefðum vissulega viljað vera nær toppnum í deildinni. Ég lít í raun og veru á þetta sem frábært sumar með bikarmeistaratitlinum. Það er bara þannig,“ segir Jónas Guðni. - óþ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×