Sport

Lítil mengun í Peking

Elvar Geir Magnússon skrifar
Mynd/HBG
Mynd/HBG

Kínversk stjórnvöld hafa staðfest það sem flestum í Peking grunaði. Andrúmsloftið í borginni er í góðu lagi. Fyrir Ólympíuleikanna var mikið talað um áhyggjur af mengunarstiginu.

Mengunarstigið hefur hinsvegar ekki farið yfir mörkin á einum einasta degi það sem af er leikunum. Kínverjar hafa verið ansi heppnir með veðurfarið í ágúst.

Þá er talið að aðgerðir kínverskra stjórnvalda til að minnka mengunina hafi gert gæfumuninn. Verksmiðjum í og kringum Peking var meðal annars lokað. Allar áhyggjur af menguninni í Peking virðast því hafa verið óþarfar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×