Enski boltinn

Chelsea yfir í hálfleik

NordcPhotos/GettyImages

Chelsea hefur yfir 1-0 gegn Manchester United þegar flautað hefur verið til hálfleiks í þýðingarmiklum leik liðanna á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni.

Chelsea hefur verið mun beittara í fyrri hálfleiknum og hefur sótt mun meira. Joe Cole átti skot í þverslá á marki United í hállfleiknum en það var Michael Ballack sem skoraði mark liðsins með laglegum skalla þegar nokkrar sekúndur voru komnar yfir venjulegan leiktíma í hálfleiknum.

Verði þetta niðurstaðan í dag nær Chelsea að jafna United að stigum á toppi deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir. 

Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×