Enski í dag: Drama á botninum 26. apríl 2008 15:57 Sebastian Larsson kom Birmingham í 2-0 gegn Liverpool en það dugði ekki til sigurs NordcPhotos/GettyImages Mikil dramatík var í botnbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag þar sem segja má að Fulham hafi stolið senunni rækilega. Liðið náði sér í gríðarlega mikilvæg stig í fallslagnum með 3-2 útisigri á Manchester City eftir að hafa lent undir 2-0. Fulham hefði geta fallið úr úrvalsdeildinni ef úrslit hefðu farið liðinu í óhag í dag, en með gríðarlegri baráttu náði liðið að koma til baka og vinna 3-2 sigur. Það var Diomansy Kamara sem var hetja liðsins þegar hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Birmingham er í þriðja neðsta sæti deildarinnar og segja má að liðið hafi farrið illa að ráði sínu í dag. Liðið tók á móti Liverpool og náði tveggja marka forystu, en varð að gera sér að góðu 2-2 jafntefli á St. Andrews. Sunderland kom sér örugga stöðu í deildinni með góðum 3-2 sigri á grönnum sínum í Middlesbrough þar sem Daryl Murphy tryggði Sunderland sigurinn með marki skömmu fyrir leikslok. Bolton fékk eitt marktækifæri gegn Tottenham á útivelli og það nægði liðinu til að ná 1-1 jafntefli. Grétar Rafn Steinsson var á sínum stað í liði Bolton og lagði upp mark liðsins fyrir Stelios. Bolton er í bullandi fallhættu en mátti þakka fyrir stigið í dag þar sem heimamenn voru miklu betri í leiknum. Þá var líka mikill fallslagur þar sem Wigan og Reading áttust við á JJB Stadium en þar fór svo að hvorugu liðinu tókst að skora. Ívar Ingimarsson var á sínum stað í byrjunarliði Reading. Loks vann West Ham góðan 2-1 sigur á Newcastle í leik sem hafði ekki mikla þýðingu fyrir liðin, sem eru á lygnum sjó um miðja deild. Staðan á botninum þegar tvær umferðir eru eftir: 16. Bolton 33 17. Reading 33 18.. Birmingham 32 19. Fulham 30 20. Derby 11 Úrslit og markaskorarar dagsins: Birmingham 2 - 2 Liverpool 1-0 M. Forssell ('34) 2-0 S. Larsson ('55) 2-1 P. Crouch ('63) 2-2 Y. Benayoun ('76)Manchester City 2 - 3 Fulham 1-0 S. Ireland ('10) 2-0 Benjani ('21) 2-1 D. Kamara ('70) 2-2 D. Murphy ('79) 2-3 D. Kamara ('92)Sunderland 3 - 2 Middlesbrough 0-1 T. Sanli ('4) 1-1 D. Higginbotham ('6) 2-1 M. Chopra ('45) 2-2 A. Alves ('73) 3-2 E. Pogatetz ('90, sjálfsmark)Tottenham 1 - 1 Bolton 0-1 S. Giannakopoulos ('46) 1-1 S. Malbranque ('52)West Ham 2 - 2 Newcastle 1-0 M. Noble ('10) 2-0 D. Ashton ('22) 2-1 O. Martins ('42) 2-2 Gérémi ('45)Wigan Athletic 0 - 0 Reading Enski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Körfubolti Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
Mikil dramatík var í botnbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag þar sem segja má að Fulham hafi stolið senunni rækilega. Liðið náði sér í gríðarlega mikilvæg stig í fallslagnum með 3-2 útisigri á Manchester City eftir að hafa lent undir 2-0. Fulham hefði geta fallið úr úrvalsdeildinni ef úrslit hefðu farið liðinu í óhag í dag, en með gríðarlegri baráttu náði liðið að koma til baka og vinna 3-2 sigur. Það var Diomansy Kamara sem var hetja liðsins þegar hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Birmingham er í þriðja neðsta sæti deildarinnar og segja má að liðið hafi farrið illa að ráði sínu í dag. Liðið tók á móti Liverpool og náði tveggja marka forystu, en varð að gera sér að góðu 2-2 jafntefli á St. Andrews. Sunderland kom sér örugga stöðu í deildinni með góðum 3-2 sigri á grönnum sínum í Middlesbrough þar sem Daryl Murphy tryggði Sunderland sigurinn með marki skömmu fyrir leikslok. Bolton fékk eitt marktækifæri gegn Tottenham á útivelli og það nægði liðinu til að ná 1-1 jafntefli. Grétar Rafn Steinsson var á sínum stað í liði Bolton og lagði upp mark liðsins fyrir Stelios. Bolton er í bullandi fallhættu en mátti þakka fyrir stigið í dag þar sem heimamenn voru miklu betri í leiknum. Þá var líka mikill fallslagur þar sem Wigan og Reading áttust við á JJB Stadium en þar fór svo að hvorugu liðinu tókst að skora. Ívar Ingimarsson var á sínum stað í byrjunarliði Reading. Loks vann West Ham góðan 2-1 sigur á Newcastle í leik sem hafði ekki mikla þýðingu fyrir liðin, sem eru á lygnum sjó um miðja deild. Staðan á botninum þegar tvær umferðir eru eftir: 16. Bolton 33 17. Reading 33 18.. Birmingham 32 19. Fulham 30 20. Derby 11 Úrslit og markaskorarar dagsins: Birmingham 2 - 2 Liverpool 1-0 M. Forssell ('34) 2-0 S. Larsson ('55) 2-1 P. Crouch ('63) 2-2 Y. Benayoun ('76)Manchester City 2 - 3 Fulham 1-0 S. Ireland ('10) 2-0 Benjani ('21) 2-1 D. Kamara ('70) 2-2 D. Murphy ('79) 2-3 D. Kamara ('92)Sunderland 3 - 2 Middlesbrough 0-1 T. Sanli ('4) 1-1 D. Higginbotham ('6) 2-1 M. Chopra ('45) 2-2 A. Alves ('73) 3-2 E. Pogatetz ('90, sjálfsmark)Tottenham 1 - 1 Bolton 0-1 S. Giannakopoulos ('46) 1-1 S. Malbranque ('52)West Ham 2 - 2 Newcastle 1-0 M. Noble ('10) 2-0 D. Ashton ('22) 2-1 O. Martins ('42) 2-2 Gérémi ('45)Wigan Athletic 0 - 0 Reading
Enski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Körfubolti Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira