Erlent

Obama hengdur upp í tré

Eftirmynd Baracks Obama, forsetaefnis Demókrataflokksins í Bandaríkjunum, var hengd upp í tré við Háskólann í Kentucky í vikunni. Málið er rannsakað sem hatursglæpur. Brúða af Söruh Palin, varaforsetefni repúblíkana, hangir hins vegar enn sem hrekkjavökuskreyting á húsi í Hollywood. Það er ekki talið lögreglumál.

Vegfarendum brá heldur en ekki í brún þegar þeir sáu brúðu sem minnti á Obama sem hafði verið hengd í snöru í tré á háskólasvæðinu. Hún var þegar tekin niður. Alríkislögreglan bandaríska, FBI, var þegar kölluð út enda málið talið hatursglæpur gegn manni úr minnihlutahóp.

,,Þetta er mjög óviðeigandi. Mér sárnar að horfa upp á þetta," sagði Mike Lynch kennari við skólann.

,,Vonandi við finnum við þann sem stendur á bak við þetta svo við getum brugðist við með viðeigandi hætti," sagði Lee Todd rektor Kentucky-háskóla.

Tveir rétt rúmlega tvítugir nemendur við skólann hafa verið handteknir vegna málsins.

Málið er litið alvarlegum augur vegna þess að í tvígang hafa kynþáttahatarar verið handteknir grunaðir um að hafa lagt á ráðinn um að myrða Obama, sem yrði fyrsti blökkumaðurinn í Hvíta húsinu nái hann kjöri á þriðjudaginn.

En þetta er ekki eina brúðan af frambjóðanda sem hefur vakið umtal. Enn hangir brúða af Söru Palin, varaforsetaefni Repúblíkanaflokksins, í snöru fyrir utan heimili í Hollywood. Kvatanir hafa borist en lögregla hefur ekki gert kröfu um að hún verði tekin niður. Íbúar í húsinu segja þetta hrekkjavökuskraut en sú hátíð er í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×