Erlent

Líbýa greiðir fórnarlömbum skaðabætur

Muammar Gaddafi leiðtogi Líbýu.
Muammar Gaddafi leiðtogi Líbýu. Mynd/Getty

Líbýa hefur ákveðið að greiða einn og hálfan milljarða dollara í sjóð fyrir fórnarlömb hryðjuverka.

Sjóðurinn var stofnaður í ágúst eftir samningaviðræður Bandaríkjastjórnar og stjórnvalda í Líbýu.

Úr honum verða greiddar skaðabætur til ættingja fórnarlamba árásanna á flugvél Pan Am yfir Lockerbie í Skotlandi árið 1988 þegar 270 fórust. Einnig ættingja og þeirra sem slösuðust í sprengjuárs á skemmtistað í vesturhluta Berlín árið 1986 þegar þrír féllu og 229 slösuðust.

Í staðinn munu Bandaríkjamenn bæta upp fyrir sprengingu á Tripoli og Benghazi árið 1986.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×