Enski boltinn

Kaupir Liverpool Mascherano fyrir föstudaginn?

Elvar Geir Magnússon skrifar
Javier Mascherano.
Javier Mascherano.

Rafa Benítez, stjóri Liverpool, telur að félagið geti keypt argentínska miðjumanninn Javier Mascherano fyrir lokun félagaskiptagugglans. Glugginn lokar á miðnætti á fimmtudagskvöld.

Mascherano er á lánssamningi hjá Liverpool en eftir að félagið seldi Mohamed Sissoko til Juventus fyrir 8,2 milljónir punda ætti það að geta fjármagnað kaup á honum.

Benítez vill að gengið verði frá kaupunum sem fyrst til að halda öðrum áhugasömum félögum frá leikmanninum. Mascherano hefur sjálfur lýst því yfir að hann vilji vera áfram í herbúðum Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×