Enski boltinn

Aðeins fyrirliðar fái að ræða við dómara

Chelsea hefur komið sér í vandræði með viðskiptum leikmanna við dómara
Chelsea hefur komið sér í vandræði með viðskiptum leikmanna við dómara Nordic Photos / Getty Images

Enska knattspyrnusambandið er að íhuga að banna leikmönnum öðrum en fyrirliðum að ræða við dómara í deildarleikjum frá og með næsta keppnistímabili.

Breska blaðið Daily Express greinir frá því í dag að forráðamenn knattspyrnusambandsins séu orðnir mjög þreyttir á sífelldum árásum og svívirðingum leikmanna í garð dómara.

Fyrirmyndin kemur úr rugby deildunum þar sem þessum reglum hefur verið komið á fót með ágætum árangri og enska knattspyrnusambandið íhugar að leggja fram tillögu um þetta fyrirkomulag í enska boltanum.

Þegar eru hafnar tilraunir með þetta í yngri deildum á Englandi og ef það heppnast vel kæmi jafnvel til greina að reyna það í efstu deildum á næsta ári.

Þetta myndi þýða að leikmenn aðrir en fyrirliðar fengju áminningu fyrir að ræða við dómarann.

"Þetta hefur virkað vel í öðrum íþróttagreinum og og við getum lært af þeim," sagði talsmaður enska knattspyrnusambandsins.

Ef svona breytingar ættu fram að ganga, þyrftu þær að fara undir atkvæði hjá leikmannasamtökum, enska knattspyrnusambandinu og stjórnum deildanna á Englandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×