Enski boltinn

Ronaldo á von á vænum bónus

Nordic Photos / Getty Images

Cristiano Ronaldo mun fá stóran bónus ef hann heldur áfram að skora grimmt fyrir Manchester United. Hann hefur þegar skorað 25 mörk í 27 leikjum fyrir United á leiktíðinni og stefnir hærra.

Ronaldo er þegar með um 90,000 pund í vikulaun og er einn launahæsti leikmaður liðsins. Sir Alex Ferguson hefur hinsvegar ekkert á móti því að gefa Portúgalanum bónus ef hann heldur áfram ótrúlegri markaskorun sinni.

"Ronaldo gæti auðveldlega skorað 30 mörk á leiktíðinni úr því sem komið er. Ég er hinsvegar ekki viss um að að hann geti skorað 30 mörk í deildinni einni saman, það er mjög verðugt verkefni. En ef honum tekst það - mun ég borga honum meiri pening," hefur The Sun eftir Ferguson í dag.

"Ég veðjaði við hann á síðustu leiktíð og tapaði, svo ég verð að reyna að halda aurunum mínum í þetta sinn," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×