Innlent

Skúlagötumál enn í rannsókn

Íbúð hins látna.
Íbúð hins látna.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsóknar enn andlát manns sem fannst í íbúð sinni við Skúlagötu í Reykjavík 1. september. Hinn látni var 68 ára gamall karlmaður og bjó hann einn.

Tveir menn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í tengslum við málið.

Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að lögreglan vinni að rannsókn málsins og fyrir liggi bráðabirgðaniðurstaða úr krufningu mannsins. Í samtali við Vísi vildi Friðrik Smári ekkert segja til um hvenær rannsókninni lýkur.








Tengdar fréttir

Tveir yfirheyrðir vegna mannsláts á Skúlagötu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu yfirheyrir nú tvo menn vegna rannsóknar á andláti manns, sem fannst látinn á heimili sínu við Skúlagötu í Reykjavík í gærkvöldi,- með höfuðáverka.

Einn áfram í haldi vegna Skúlagötumáls

Annar mannanna, sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að mannsláti á Skúlagötu, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 15. september.

Í gæsluvarðhald til 8. september

Nú undir kvöld úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur tvo karlmenn í gæsluvarðhald til 8. september vegna grunsamlegs mannsláts á Skúlagötu í Reykjavík í gær.

Lögreglan rannsakar andlát við Skúlagötuna

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú hvort áverkar á höfði manns, sem fannst látinn í íbúð sinni við Skúlagötu í Reykjavík um kvöldmatarleitið í gær, kunni að vera af manna völdum.

Tveir í gæsluvarðhald vegna Skúlagötumálsins

Mennirnir tveir, sem lögregla yfirheyrði í gær við rannsókn á andláti manns í íbúð hans við Skúlagötu í fyrrakvöld, hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald.

Mannslátið á Skúlagötu: Sá grunaði neitar sök

Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi vegna mannslátsins á Skúlagötu segist saklaus. Hann kannast ekki við að hafa veitt hinum látna áverka sem virðast haf dregið hann til dauða.

Lést af völdum höfuðáverka við Skúlagötu

Bráðabirgðaniðurstöður krufningar hafa staðfest að maðurinn sem fannst látinn í íbúð sinni við Skúlagötu í fyrrakvöld lést af völdum höfuðáverka. Þetta staðfestir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Hafði verið saknað í þrjá daga

Maðurinn sem fannst látinn í íbúð sinni við Skúlagötu í gærkvöld fannst ekki fyrr en vinir hans voru farnir að hafa áhyggjur af honum. Þeir höfðu þá ekki heyrt í manninum í þrjá daga. Þetta segir nágranni mannsins sem Vísir ræddi við í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×