Mesta peningasóunin í enska boltanum Elvar Geir Magnússon skrifar 22. júlí 2008 10:45 Andriy Shevchenko. Liðin í ensku úrvalsdeildinni eiga það til að opna veskið upp á gátt til að næla í þá leikmenn sem þeir vilja fá. Því miður tryggir upphæðin ekki árangur eins og sagan sýnir. Blaðamenn The Sun hafa tekið saman topp 10 lista yfir peningasóun í enska boltanum og einbeita sér að sóknarmönnunum. Ekkert pláss var fyrir leikmenn eins og Bosko Balaban, Francis Jeffers, Corrado Grabbi eða Rolando Bianchi. 1. Andriy Shevchenko (Chelsea) - 30 milljónir pundaMarkaskráin er ekki sú versta en hinsvegar vöktu kaupin á þessum leikmanni gríðarlega athygli. Hann er dýrasti leikmaður í sögu fótboltans í Bretlandi. Hann er í dag óþekkjanlegur frá því að hann raðaði inn mörkum fyrir AC Milan og hefur aðeins skorað níu mörk í 49 deildarleikjum. 2. Albert Luque (Newcastle) - 10 milljónir pundaNewcastle hefur verið duglegt við að kaupa leikmenn sem valda vonbrigðum en enginn þeirra kemst nálægt Luque sem kom frá Deportivo La Coruna. Spánverjinn skoraði eitt mark í 21 leik. 3. El Hadji Diouf (Liverpool) - 10 milljónir punda Var ausinn lofi eftir frammistöðuna á HM 2002 og Gerard Houllier sagði hann í sama flokki og Ronaldo og Ronaldinho. Átti að verða bjargvættur en sýndi lítið og stuðningsmenn Liverpool glöddust þegar hann fór. 4. Chris Sutton (Chelsea) - 10 milljónir pundaSutton fór hreinlega á kostum með Blackburn en hjá Chelsea floppaði hann svo um munaði og var ekki einu sinni skugginn af sjálfum sér. 5. Sergei Rebrov (Tottenham) - 11 milljónir pundaVakti gríðarlega athygli þegar hann og Shevchenko mynduðu svakalegt framherjapar hjá Dynamo Kiev. Eru báðir á þessum ágæta lista í dag! 6. Steve Marlet (Fulham) - 11,5 milljónir pundaFulham ákvað að feta í fótspor stóru liðanna og greiddi metupphæð fyrir Marlet frá Lyon. Þeir veðjuðu á rangan hest. 7. Adrian Mutu (Chelsea) - 16 milljónir pundaStuðningsmenn Chelsea gleyma Mutu ekki í bráð. Einn af fyrstu leikmönnunum sem Abramovich fékk. Fór síðan frá félaginu eftir kókaín-notkun. 8. Darren Bent (Tottenham) - 17 milljónir pundaSló í gegn hjá Charlton en gat nánast ekkert á sínu fyrsta tímabili með Tottenham. Er of snemmt að dæma hann á þennan lista? 9. Djibril Cisse (Liverpool) - 14 milljónir pundaStuðningsmenn Liverpool vildu fá næsta Fowler en fengu Cisse. Þegar hann var ekki á meiðslalistanum stóð hann samt ekki undir væntingum. 10. Jose Reyes (Arsenal) - 10,5 milljónir pundaFloppaði ekki algjörlega en stóð samt engan veginn undir væntingum. Var óþekktur á Englandi þegar Arsenal ákvað að eyða í hann. Enski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Sjá meira
Liðin í ensku úrvalsdeildinni eiga það til að opna veskið upp á gátt til að næla í þá leikmenn sem þeir vilja fá. Því miður tryggir upphæðin ekki árangur eins og sagan sýnir. Blaðamenn The Sun hafa tekið saman topp 10 lista yfir peningasóun í enska boltanum og einbeita sér að sóknarmönnunum. Ekkert pláss var fyrir leikmenn eins og Bosko Balaban, Francis Jeffers, Corrado Grabbi eða Rolando Bianchi. 1. Andriy Shevchenko (Chelsea) - 30 milljónir pundaMarkaskráin er ekki sú versta en hinsvegar vöktu kaupin á þessum leikmanni gríðarlega athygli. Hann er dýrasti leikmaður í sögu fótboltans í Bretlandi. Hann er í dag óþekkjanlegur frá því að hann raðaði inn mörkum fyrir AC Milan og hefur aðeins skorað níu mörk í 49 deildarleikjum. 2. Albert Luque (Newcastle) - 10 milljónir pundaNewcastle hefur verið duglegt við að kaupa leikmenn sem valda vonbrigðum en enginn þeirra kemst nálægt Luque sem kom frá Deportivo La Coruna. Spánverjinn skoraði eitt mark í 21 leik. 3. El Hadji Diouf (Liverpool) - 10 milljónir punda Var ausinn lofi eftir frammistöðuna á HM 2002 og Gerard Houllier sagði hann í sama flokki og Ronaldo og Ronaldinho. Átti að verða bjargvættur en sýndi lítið og stuðningsmenn Liverpool glöddust þegar hann fór. 4. Chris Sutton (Chelsea) - 10 milljónir pundaSutton fór hreinlega á kostum með Blackburn en hjá Chelsea floppaði hann svo um munaði og var ekki einu sinni skugginn af sjálfum sér. 5. Sergei Rebrov (Tottenham) - 11 milljónir pundaVakti gríðarlega athygli þegar hann og Shevchenko mynduðu svakalegt framherjapar hjá Dynamo Kiev. Eru báðir á þessum ágæta lista í dag! 6. Steve Marlet (Fulham) - 11,5 milljónir pundaFulham ákvað að feta í fótspor stóru liðanna og greiddi metupphæð fyrir Marlet frá Lyon. Þeir veðjuðu á rangan hest. 7. Adrian Mutu (Chelsea) - 16 milljónir pundaStuðningsmenn Chelsea gleyma Mutu ekki í bráð. Einn af fyrstu leikmönnunum sem Abramovich fékk. Fór síðan frá félaginu eftir kókaín-notkun. 8. Darren Bent (Tottenham) - 17 milljónir pundaSló í gegn hjá Charlton en gat nánast ekkert á sínu fyrsta tímabili með Tottenham. Er of snemmt að dæma hann á þennan lista? 9. Djibril Cisse (Liverpool) - 14 milljónir pundaStuðningsmenn Liverpool vildu fá næsta Fowler en fengu Cisse. Þegar hann var ekki á meiðslalistanum stóð hann samt ekki undir væntingum. 10. Jose Reyes (Arsenal) - 10,5 milljónir pundaFloppaði ekki algjörlega en stóð samt engan veginn undir væntingum. Var óþekktur á Englandi þegar Arsenal ákvað að eyða í hann.
Enski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Sjá meira