Manchester United mætir Orlando Pirates frá Suður-Afríku í æfingaleik í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18:10 og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
United gerði aðeins jafntefli gegn Kaizer Chiefs um síðustu helgi og býst Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, við erfiðum leik í kvöld.
„Fótboltinn í Suður-Afríku er sífellt að verða betri og liðin eru sterkari en fyrir tveimur árum," sagði Sir Alex en United vann Orlando Pirates 4-0 í æfingaleik 2006.