Innlent

Meint kynferðisafbrot ekki hjá Barnaverndarstofu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bragi Guðbrandsson er forstjóri Barnaverndastofu. Mynd/ Hari.
Bragi Guðbrandsson er forstjóri Barnaverndastofu. Mynd/ Hari.

Mál stúlknanna tveggja sem hafa kært sóknarprestinn á Selfossi fyrir kynferðislega áreitni er ekki til meðferðar á Barnaverndarstofu, að sögn Braga Guðbrandssonar forstjóra. Hann segir að Héraðsdómur Suðurlands sé með málið til meðferðar. Venjan sé sú að þeir noti Barnahúsið en hugsanlegt sé að svo verði ekki í þessu tilfelli vegna þess hve gamlar stúlkurnar eru orðnar.

Barnaverndastofa á fulltrúa í fagráði Kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota. Þangað var málinu vísað eftir að foreldrar annarrar stúlkunnar höfðu samband við formann sóknarnefndarinnar. Bragi segir að slíkt fagráð geti nýst biskupsstofu þegar þörf sé á faglegri ráðgjöf um meðferð kynferðisbrotamála. Hann segir að hliðstætt fyrirkomulag sé víða í skólum, sjúkrahúsum og stofnunum þar sem að yfirmenn þurfa að axla ábyrgð á því hvort viðkvæm mál af þessu tagi séu kærð eða tilkynnt til barnaverndarnefndar.

Bragi segir að slík fagráð geti því verið liður í vandaðri málsmeðferð en þau megi aldrei verða til þess að tefja mál eða hindra að þau fái eðlilega framkvæmd í réttarvörslukerfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×