Enski boltinn

Hleb virðist á förum frá Arsenal

NordcPhotos/GettyImages

Umboðsmaður Hvít-Rússans Alexander Hleb hjá Arsenal segir að leikmaðurinn hafi fyrir nokkru ákveðið að fara frá félaginu. Hann segir Hleb þegar í viðræðum við annað félag, en honum líki einfaldlega ekki lífið í Lundúnum.

"Ég get staðfest að Alexander ákvað fyrir skömmu að fara og finna sér annað félag. Auðvitað vildi Arsene Wenger halda honum áfram, en hann hefur gengist við ákvörðun leikmannsins," sagði umboðsmaður Hleb í samtali við Sun í dag.

Hleb hefur verið orðaður við meistara Inter á Ítalíu, sem sagt er að hafi átt ólöglegan samráðsfund með leikmanninum fyrir nokkru - eitthvað sem vakti mikla reiði Wenger.

Umboðsmaðurinn segir að viðræður við ónefnt félag séu vel á veg komnar og vill meina að framtíð leikmannsins ráðist á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×