Enski boltinn

Enski í dag: Dýrmæt stig í hús hjá botnliðunum

Kevin Davies skoraði mikilvægt mark fyrir Bolton í dag
Kevin Davies skoraði mikilvægt mark fyrir Bolton í dag NordcPhotos/GettyImages

Bolton, Fulham og Birmingham kræktu öll í gríðarlega mikilvæg stig í botnbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sex af sjö leikjum dagsins er lokið í deildinni.

Bolton vann góðan sigur á Íslendingaliði West Ham á heimavelli sínum 1-0. Það var Kevin Davies sem skoraði sigurmark Bolton í upphafi síðari hálfleiksins.

Fulham vann fyrsta útisigur sinn í 34 leikjum þegar það skellti Reading 2-0 á útivelli og hélt fyrir vikið í veika von um að bjarga sér frá falli. Brian McBride og varamaðurinn Erik Nevland skoruðu mörk Fulham.

Birmingham gerði 1-1 jafntefli við Everton á heimavelli sínum. Everton komst yfir gegn gangi leiksins á 78. mínútu en aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði Argentínumaðurinn Mauro Zarate með marki beint úr aukaspyrnu.

Tottenham varð að sætta sig við 1-1 jafntefli heima gegn Middlesbrough. Heimamenn komust yfir á sjálfsmarki frá Jonathan Grounds snemma leiks, en Stewart Downing skaut boltanum af hausnum á Jermaine Jenas og í netið í síðari hálfleik og jafnaði metin.

Sunderland tapaði 2-1 heima fyrir Manchester City. Elano kom City yfir með marki úr víti á 79. mínútu en Dean Whitehead jafnaði fyrir heimamenn aðeins þremur mínútum síðar. Það var svo Darius Vassell sem tryggði City sigurinn skömmu fyrir leikslok.

Loks burstaði Aston Villa Derby á útivelli 6-0 og bætti við kafla í ömurlega leiktíð hjá heimamönnum sem þegar eru fallnir úr úrvalsdeildinni. Ashley Young, Gabriel Agbonlahor, John Carew, Stilian Petrov, Gareth Barry og Marlon Harewood skoruðu mörk Villa í leiknum.

Úrslitin í dag: 

Birmingham City 1 - 1 Everton FC

0-1 J. Lescott ('78)

1-1 M. Zárate ('83)

Bolton Wanderers 1 - 0 West Ham United

1-0 K. Davies ('46)

Derby County 0 - 6 Aston Villa FC

0-1 A. Young ('25)

0-2 J. Carew ('26)

0-3 S. Petrov ('36)

0-4 G. Barry ('59)

0-5 G. Agbonlahor ('77)

0-6 M. Harewood ('86)

Reading FC 0 - 2 Fulham FC

0-1 B. McBride ('24)

0-2 E. Nevland ('90)

Sunderland AFC 1 - 2 Manchester City

0-1 Elano ('79, víti)

1-1 D. Whitehead ('82)

1-2 D. Vassell ('87)

Tottenham Hotspur 1 - 1 Middlesbrough FC

0-1 J. Grounds ('26, sjm)

0-2 S. Downing ('70) 

Staðan á botninum þegar fjórar umferðir eru eftir:

16. Reading 32 stig

17. Birmingham 31 stig

-------------------------------

18. Bolton 29 stig

19. Fulham 29 stig

20. Derby 11 stig




Fleiri fréttir

Sjá meira


×