Innlent

Nýr Framsóknarflokkur hugsanlega í burðarliðnum

Bjarni Harðarson.
Bjarni Harðarson.

Afsagnir Bjarna Harðarsonar og Guðna Ágústssonar hafa valdið miklum titringi meðal Framsóknarmanna. Ekki síst þeirra sem hafa barist gegn því að flokkurinn breyti um stefnu í Evrópumálum. Þetta var fullyrt í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Óánægðir Framsóknarmenn eru sagðir hafa viðrað þær hugmyndir að stofnað verði nýr þjóðlegur og borgaralegur stjórnmálaflokkur sem byggur verði á hugsjónum Framsóknarstefnunnar.

Hugmyndirnar hafa verið viðraðar í tölvupóstsendingum milli stuðningsmanna Bjarna Harðarsonar. Sjálfur vill Bjarni ekki staðfesta að nýr Framsóknarflokkur sé í burðarliðnum. ,,Ég held að það sé nokkuð mikið sagt. En ég get staðfest ég fæ daglega mörg símtöl sem vilja vinna að stofnun flokks á þeim þjóðlega grunni sem Framsóknarflokkurinn hefur starfað."

Bjarni segir mikla hreyfingu vera þjóðlegu og borgaralegu afli hér á landi. ,,Ég hef talið að Framsóknarflokkurinn eigi að vera þetta afl og ég hef ekki enn afskrifað þann möguleika."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×