Enski boltinn

Hicks krefst afsagnar Parry hjá Liverpool

Rick Parry
Rick Parry NordcPhotos/GettyImages

Sky fréttastofan greinir frá því í dag að Tom Hicks, annar eigenda Liverpool, hafi ritað Rick Parry framkvæmdastjóra félagsins bréf og krafist afsagnar hans.

Sagt er að bréfið hafi borist á Anfield í dag, aðeins tveimur dögum eftir að Liverpool tryggði sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar og ljóst að þetta verður ekki til að lægja öldurnar í valdatafli eigenda félagsins.

Þeir Tom Hicks og George Gillett, eigendur félagsins, hafa þegar lýst því yfir að þeir geti ekki starfað saman.

Reiknað er með því að Parry hafni beiðni Hicks um að segja af sér, en Bandaríkjamaðurinn hefur ekki umboð til að reka Parry nema með samþykki landa síns Gillett.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×