Innlent

Fjármálaráðherra jákvæður í garð stærra álvers

Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins taka jákvætt í áform Norðuráls um stærra álver í Helguvík meðan Samfylkingarráðherrar hafa efasemdir.

Norðurál hefur í tengslum við leit að nýjum lánveitendum óskað eftir því að fá að að reisa 360 þúsund tonna álver í Helguvík, fjörutíu prósentum stærra en áður var áformað. Það kallar á stórtækar virkjanaframkvæmdir, sem Samfylkingarráðherrar hafa efasemdir um.

Þannig sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í fyrrakvöld að það væri mikilvægt að menn gerðu sér grein fyrir því hvaðan orkan ætti að koma og hvaða áhrif það hefði á aðrar fyrirætlanir.

Fjármálaráðherra tekur jákvætt í að Landsvirkjun komi að málum en hann fer með eignarhlut ríkisins. Árni M. Mathiesen sagði í viðtali við Stöð 2 að nú þyrftu menn að nýta möguleikana sem best. Möguleikarnir til að nýta orkuna væru ekki eins miklir nú og áður. Þessi væri uppi á borðinu og hann yrði að skoða alvarlega.

Verkalýðshreyfingin þrýstir á. Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, segir að þar hafi menn heldur betur beitt sér. Þetta sé kærkomið verkefni sem þeir styðji eindregið. Þetta væru þau atvinnutækifæri sem væru styst frá okkur og gætu leyst mestan vanda í allra næstu framtíð.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×