Innlent

FT segir símtalið veikja málstað Breta

Alistair Darling.
Alistair Darling.

Breska dagblaðið Financial Times fjallar í dag um afrit af samtali Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, og Árna Mathiesen, fjármálaráðherra, 7. október.

Blaðið segir að afrit af samtalinu veiki málstað bresku ríkisstjórnarinnar og Darling sem hélt því fram í framhaldi á samtali sínu við Árna að íslensk stjórnvöld hefðu ekki hug á að standa við skuldbindingar sínar gagnvart sparifjáreigendum íslensku bankanna í útibúum utan Íslands.

Financial Times telur að ekki sé hægt að draga þá ályktun af samtalinu að Árni að Ísland muni ekki að standa við skuldbindingar sínar.

Heldur hafi Árni þvert á móti sagt að íslensk stjórnvöld hafi ætlað að styðjast við tryggingarstjóð til þess að koma til móts við skuldbindingar gagnvart sparifjáreigendum í Bretlandi.






Tengdar fréttir

Björgvin og Darling ræddu um að breyta Icesave

Á fundi Björgvins G. Sigurðssonar, viðskiptaráðherra, og Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, 2. september var meðal annars rætt um að breyta Icesave í dótturfélag þannig að íslensk stjórnvöld bæru ekki ábyrgð á starfsemi bankans. Það hefði leyst ríkið undan ábyrgð vegna reikninga í Icesave.

Darling: Orðspor Íslands mun bíða hræðilega hnekki - Samtalið við Árna

,,Þú verður að gera þér ljóst að orðspor þjóðar þinnar bíður hræðilega hnekki," sagði Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, í samtali við Árna Mathiesen, fjármálaráðherra, í síma 7. október. Kastljós birti í kvöld samtal þeirra en lesið var upp af afrit af símtali ráðherranna sem hafði verið þýtt yfir á íslensku.

Árni Matt: Fráleitt að samtalið við Darling hafi sett allt á hvolf

Árni Mathiesen, fjármálaráðherra telur af og frá að Alistair Darling fjármálaráðherra Breta hafi lagt þann skilning í samtal þeirra kollega á þriðjudaginn að Íslendingar myndu ekki bæta breskum sparifjáreigendum hjá Icesave, tap sitt. Mbl.is segist hafa heimildir fyrir því innan úr fjármálaráðuneytinu breska að samtal ráðherranna hafi orðið til þess að allt fór á hvolf í Bretlandi í gær. Árni segist draga mjög í efa að samtalið hafi haft þessi áhrif.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×