Innlent

Samúel sest á þing

Samúel Örn Erlingsson.
Samúel Örn Erlingsson. MYND/Vilhelm

Samúel Örn Erlingsson, fyrrverandi íþróttafréttamaður, settist í fyrsta sinn á þing í dag.

Hann er fyrsti varamaður Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi og leysir Siv Friðleifsdóttur af hólmi næstu dagana. Samúel undirritaði drengskaparheit að stjórnarskránni við upphaf þingfundar í dag.

Það gerði einnig Guðný Hrund Karlsdóttir, annar varamaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Hún sest á þing í stað Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra sem verður á ferðinni á næstunni. Fyrsti varamaður hans, Róbert Marshall, gat ekki tekið sæti á þingi sökum anna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×