Innlent

Hafa stöðvað 100 manns fyrir lyfjaakstur

Lögreglan
Lögreglan

Lögreglan á Suðurnesjum hefur stöðvað rétt rúmlega 100 manns fyrir lyfjaakstur það sem af er ári.

„Þetta er hluti af stefnu Jóhanns Benediktssonar lögreglustjóra, sem hefur alltaf boðað „zero tolerance" stefnu í þessum málum," segir Gunnar Schram, hjá lögreglunni á Suðurnesjum.

Gunnar segir að fyrir um ári síðan hafi lögum verið breytt sem geri lögreglunni kleyft að taka á málum sem þessum með miklu skilvirkari hætti. Á öllu árinu 2007 voru 37 teknir fyrir lyfjaakstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×