Erlent

Helmingur Dana vill sniðganga Olympíuleikana

Helmingur Dana telur að stjórnvöld í Danmörku eigi að sniðganga opnunarhátíð olympíuleikanna í Bejing í sumar.

Menntamálaráðherra Dana, Brian Mikkelsen íhugar nú að mæta ekki á hátíðina. Danskir fjölmiðlar fjalla í morgun um niðurstöður skoðanakönnunnar þar sem fram kemur að helmingur Dana telji að sniðganga eigi leikana ef Kínverjar sýni ekki bót og betrun í mannréttindamálum. 39% eru á móti því að sniðganga leikana og 11% tóku ekki afstöðu til málsins




Fleiri fréttir

Sjá meira


×