Íslenski boltinn

Arnar og Bjarki áfram með ÍA en Þórður verður aðalþjálfari

Elvar Geir Magnússon skrifar
Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir verða áfram með ÍA.
Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir verða áfram með ÍA.

Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir munu halda áfram með ÍA næsta sumar en Þórður Þórðarson verður aðalþjálfari meistara- og 2. flokks félagsins. Gengið var frá þessu í kvöld.

Í fréttatilkynningu frá ÍA segir að Arnar og Bjarki muni annast daglega umsjón með meistaraflokki ÍA auk þess að spila með liðinu. Ólafur og Steinar Adolfssynir halda áfram að hafa umsjón með 2. flokki félagsins.

Arnar og Bjarki lýstu því yfir eftir tímabilið að þeir væru tilbúnir að halda áfram með liðið. Þeir hafa hinsvegar ekki öðlast þau þjálfararéttindi sem kröfur eru gerðar um. Stjórn knattspyrnudeildar ÍA leysir þau mál hinsvegar með þessum hætti. Skagamenn féllu úr Landsbankadeildinni í sumar og munu leika í 1. deildinni á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×