Fótbolti

Jafnt hjá U21-liðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði mark Íslands.
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði mark Íslands.

Íslenska U-21 landsliðið gerði í dag 1-1 jafntefli við Slóvakíu á Víkingsvelli. Bæði mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik.

Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi yfir en Slóvakar jöfnuðu metin úr vítaspyrnu undir lok hálfleiksins. Eggert Gunnþór Jónsson fékk að líta rauða spjaldið fyrir að handleika knöttinn innan teigs og þess vegna var vítaspyrnan dæmd.

Þetta var lokaleikur Íslands í riðlakeppninni en liðið hlaut alls sjö stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×