Fótbolti

Walcott byrjar hjá Englendingum

Theo Walcott
Theo Walcott NordicPhotos/GettyImages

Nú styttist í að stórleikur Króata og Englendinga í undankeppni HM hefjist og er Fabio Capello búinn að tilkynna byrjunarlið sitt. Theo Walcott er í byrjunarliði Englendinga á kostnað David Beckham.

Emile Heskey kemur inn í framlínuna í stað Jermain Defoe og Wes Brown leysir Glen Johnson af hólmi í hægri bakverðinum.

Byrjunarlið Englendinga:

James; Brown, Ferdinand, Terry, A Cole; Walcott, Barry, Lampard, J Cole; Rooney, Heskey






Fleiri fréttir

Sjá meira


×