Enski boltinn

38 milljóna bónus bíður leikmanna United

Ronaldo gæti fengið vænan bónus fljótlega
Ronaldo gæti fengið vænan bónus fljótlega NordcPhotos/GettyImages

Breska blaðið Daily Mail fullyrðir að hver leikmaður Manchester United muni fá 38 milljónir króna í bónus ef liðinu tekst að vinna sigur í bæði ensku deildinni og Evrópukeppninni í vor.

United er komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem það mætir Chelsea og getur tryggt sér sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag ef Chelsea tapar fyrir Newcastle í leik dagsins.

Vinni Chelsea í dag getur United tryggt sér meistaratitilinn með sigri á Wigan á útivelli í lokaumferðinni um næstu helgi.

Það munu hafa verið Glazer-feðgar sem lofuðu leikmönnum liðsins þessum ríkulega bónus í upphafi leiktíðar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×