Sport

Ramzi vann 1.500 metra hlaupið

Elvar Geir Magnússon skrifar
Rashid Ramzi.
Rashid Ramzi.

Rashid Ramzi frá Bahrain vann gullið í 1.500 metra hlaupi karla í Peking þegar hann hljóp á 3:32,94 mínútum. Ramzi þakkaði æðri máttarvöldum fyrir þegar hann kom í marki en hann keppti áður fyrir Marokkó.

Asbel Kipruto Kiprop frá Kenýa varð annar í hlaupinu og Nicholas Willis frá Nýja-Sjálandi hlaut bronsverðlaun.

Dawn Harper frá Bandaríkjunum varð í dag Ólympíumeistari í 100 metra grindarhlaupi kvenna þegar hún hljóp á 12,54 sekúndum. Sally McLellan frá Ástralíu varð í öðru sæti og Priscilla Lopes-Schliep frá Kanada í þriðja.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×