Lífið

Glæpasagnadrottning með barn á brjósti

SB skrifar
Hanna Ólafsdóttir með Ólaf Gretti Valsson í fanginu og glæpasagnahefti Mannlífs í hendinni.
Hanna Ólafsdóttir með Ólaf Gretti Valsson í fanginu og glæpasagnahefti Mannlífs í hendinni.
Það eru ekki mörg pör sem slökkva á sjónvarpinu til þess að sitja við kertaljós og skrifa glæpasögur. Valur Grettisson, blaðamaður og unnusta hans Hanna Ólafsdóttir, lentu í öðru sæti glæpasagnakeppni Mannlífs. Sagan um Torfa lögga var skrifuð þegar Hanna var á steypinum.

"Ég hef rosalega mikinn áhuga á glæpasögum og Vali finnst gaman að skrifa. Við ákváðum því að sameina krafta okkar og hvíla okkur aðeins á sjónvarpinu," segir Hanna sem hélt á Ólafi Gretti, tveggja mánaða syni þeirra Vals, í fanginu þegar Vísir talaði við hana.

Hanna segist alltaf hafa haft áhuga á glæpasögum. "Já, ég er mikill aðdáandi Ian Rankin og finnst Rebus æðislegur. Hann er eiginlega vinur minn, mig langar helst að skella mér á oxford bar í Edinborg og hitta hann!"

Löggan í sögu Vals og Hönnu heitir Torfi. Hann er kaldryfjaður, þunglyndur og mikið fyrir sopann. Er þetta hinn íslenski Rebus?

"Já, þeir eru nú ekkert svo ólíkar týpur. Báðir búnir að upplifa mikið gegnum starfið og brynja sig með kaldhæðni," segir Hanna og Valur heyrist kalla í bakgrunni. "Ekki gleyma að hann er líka kynþáttahatari"

Hanna segist afar stolt af verðlaununum og útilokar ekki að Torfi lögreglumaður eigi eftir að birtast landsmönnum í bók innan skamms.

"Ætli maður lofi ekki bara skáldsögu jólabókaflóðinu 2010," segir glæpasagnamamman Hanna - ný rödd í hinni íslensku glæpasagnaflóru.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.