Erlent

Kona lést í strætóslysi í London

Frá London
Frá London

Kona lést í morgun þegar rúta lenti í árekstri á Tower Bridge Road í London. Átján farþegar strætisvagnsins eru slasaðir sumir alvarlega í slysinu sem er talið mjög alvarlegt. Slysið átti sér stað í morgun þegar vagninn keyrði á tré.

Sjúkrabílar voru kallaðir á staðinn klukkan 9:35 í morgun og voru mættir á staðinn þremur mínútum síðar. Sumir hinna slösuðu voru fluttir strax á sjúkarhús, fjórir með alvarlega áverka og sex með minniháttar.

Fréttaritari Sky sjónvarpsstöðvarinnar Martin Brunt segir slysið vera mjög alvarlegt í ljósi þess að "sérstök áætlun" sjúkraliðsins fór í gang.

„Sjúkraliðið æfir uppákomur sem þessar þar sem mikið er um meiðsli og jafnvel eitthvað um mannfall. Lögreglan er mjög meðvituð um ástandið og sjúkrahús eru sett í sérstaka viðbragðsstöðu."

Búið er að girða svæðið af og loka nærliggjandi götum við slysstaðinn. Strætisvagninn sem var númer 188 er tveggja hæða var á leið frá North Greenwich til Russel Square.

„Við erum að reyna að ná tökum á vettvangi í kringum slysstaðin, Kona var úrskurðuð látin á vettvangi og lögreglumenn ræða nú við bílstjórann" sagði talsmaður lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×