Enski boltinn

Chelsea ekki nægilega skemmtilegt

Elvar Geir Magnússon skrifar
Skemmtikrafturinn Avram Grant.
Skemmtikrafturinn Avram Grant.

Peter Kenyon segir að leikstíll Chelsea sé ekki nægilega áhorfendavænn. Kenyon hrósar Avram Grant fyrir að hafa náð að koma Chelsea í undanúrslit Meistaradeildarinnar en segir að enn sé mikið verk óunnið.

„Við getum enn bætt liðið," segir Kenyon. Þegar Jose Mourinho hvarf á braut og Grant tók við þá lofaði sá ísraelski að hann ætlaði að gera spilamennsku Chelsea skemmtilegri fyrir áhorfendur.

Eftir sigurinn á Fenerbache viðurkenndi hann hinsvegar að úrslitin skiptu meira máli en fegurð fótboltans. Grant hefur gengið erfiðlega að vinna sig í náðina hjá stuðningsmönnum Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×