Enski boltinn

Parry ætlar að hreinsa andrúmsloftið með Benítez

Elvar Geir Magnússon skrifar
Rafa Benítez.
Rafa Benítez.

Rick Parry, framkvæmdastjóri stjórnar Liverpool, mun líklega funda með knattspyrnustjóranum Rafael Benítez. Tilgangur fundarins er að hreinsa andrúmsloftið milli þeirra tveggja.

Benítez var ansi ósáttur þegar hann heyrði af því að Parry tók þátt í viðræðum við Jürgen Klinsmann á síðasta ári.

„Það er minn vilji að setjast niður með Rafa og ræða þessi mál, fá allt á hreint," sagði Parry en Benítez ræddi við eigendur félagsins í gær til að hreinsa andrúmsloftið.

Benítez segist vera rólegur yfir þessu en vill þó fá svör.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×