Innlent

Innbrotsþjófar á ferð í nótt

Lögreglan gómaði tvo þjófa á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Annar hafði bortist inn í bíl í austurborginni og var með þýfi á sér þegar hann náðist. Hinn var að reyna að brjótast inn í verslun í Hlíðarsmára, en tók til fótanna þegar hann sá til lögreglunnar. Lögreglumenn hlupu hann uppi og gista báðir þjófarnir fangageymslur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×