Innlent

Össur vill Þorvald Gylfason sem seðlabankastjóra

Össur Skarphéðinsson.
Össur Skarphéðinsson.

Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra lýsti því yfir á borgarafundinum í kvöld að hann myndi vilja sjá Þorvald Gylfason á stóli seðlabankastjóra. Fjölmargar spurningar komu fram á fundinum og stakk einn fundargesturinn upp á því að valinkunnir menn tækju að sér stjórn landsins uns unnt verði að kjósa síðar. Hann stakk meðal annars upp á Þorvaldi, sem var á meðal frummælanda, til þess að skipa ráðherraliðið.



Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor.
Össur greip þetta á lofti og sagðist lengi hafa verið þeirrar skoðunnar að Þorvaldur ætti að vera seðlabankastjóri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×