Innlent

Dönsk Lynx þyrla í viðhaldi hjá Landhelgisgæslunni

Lynx þyrla af danska varðskipinu Triton kom nýverið til viðhalds í skýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli. Fá flugvirkjar þeirra að nota aðstöðu Gæslunnar en um tíu manns, flugmenn, flugvirkjar og aðrir tæknimenn fylgja þyrlunni. Mikil samvinna er á milli Landhelgisgæslunnar og varðskipa danska flotans sem eru við gæslustörf á hafinu umhverfis Grænland.

Þyrlan fer að viðhaldi loknu um borð í varðskipið Hvidbjörnen sem kom til Reykjavíkur á föstudag en gert er ráð fyrir að skipið sigli á morgun áleiðis til Grænlands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×