Innlent

Rætt um fjármálakreppuna og EES-samninginn í Genf

MYND/GVA

Hin alþjóðlega fjármálakreppa og framtíð EES-samningsins verða til umræðu á ráðherrafundi EFTA sem fram fer í dag og á morgun í Genf.

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra sækir fundinn fyrir hönd Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra og mun stjórna honum þar sem Ísland er í forsvari fyrir EFTA um þessar mundir. Auk fjármálakreppunnar og EES-samningsins hyggjast ráðherrarnir ræða um leiðir til að leiða ágreining til lykta og umræðu aðildarþjóða EFTA um hugsanlega aðild að ESB.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×