Enski boltinn

Wenger: Andinn í strákunum er frábær

Wenger og Ferguson tókust í hendur eftir leikinn í dag
Wenger og Ferguson tókust í hendur eftir leikinn í dag NordcPhotos/GettyImages

Arsene Wenger viðurkennir að hans menn í Arsenal séu úr leik í baráttunni um enska meistaratitilinn eftir tapið gegn Manchester United í dag og hefur sett sér markmið fyrir sumarið.

"Þetta lið er stórkostlegt. Þeir halda alltaf áfram að berjast og ég er mjög stoltur af þeim. Við erum auðvitað úr leik í baráttunni um titilinn, en liðið spilaði bæði vel og af krafti í dag. Við fengum nokkur góð færi í dag og vorum óheppnir að vinna ekki leikinn, en við verðum að sætta okkur við niðurstöðuna."

"Við höfum stundum verið nokkuð frá okkar besta á síðustu mánuðum, en við höfum sannarlega ekki haft lukkudísirnar á okkar bandi eins og sást líka í dag. Ég trúi þvi að þetta lið sé nógu gott til að vinna titla og því er aðaltakmarkið hjá okkur að halda þessum hóp áfram," sagði Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×