Fótbolti

Ítalskir áhorfendur settir í farbann

AFP

Ítalska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að banna stuðningsmönnum landsliðsins að fylgja liðinu í útileiki eftir ólæti þeirra í Sofía í Búlgaríu um helgina.

Ítölsku stuðningsmennirnir köstuðu flöskum inn á völlinn og sagt er að borið hafi á fasistakveðjum og köllum úr þeirra röðum. Þá voru þrír Ítalir handteknir eftir að hafa brennt búlgarska fánann.

Ítalska knattspyrnusambandið hefur tekið fyrir miðasölu á útileiki landsliðsins þar til annað kemur í ljós og harmar mjög framkomu stuðningsmanna liðsins.

Ítalir taka á móti Svartfellingum á miðvikudagskvöldið, en næsti útileikur þeirra er einmitt gegn Svartfellingum þann 23. mars nk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×