Innlent

Sektaður fyrir að skemma bíl

Héraðsdómur Suðurlands hefur sektað karlmann um 40 þúsund krónur fyrir að hafa fyrir utan skemmtistað á Selfossi í febrúar hlaupið harkalega á bifreið og hent sér upp á húdd hennar með þeim afleiðingum að vinstra frambretti bifreiðarinnar beyglaðist. Maðurinn játaði brot sitt fyrir dómi og var því sakfelldur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×