Fótbolti

Sneijder á bekknum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wesley Sneijder, leikmaður Real Madrid.
Wesley Sneijder, leikmaður Real Madrid. Nordic Photos / Getty Images

Wesley Sneijder er ekki í byrjunarliði Hollendinga sem mæta Íslendingum í Rotterdam í dag. Engu að síður er eitraðri sóknarlínu stillt upp í hollenska landsliðinu í dag.

Robin van Persie, Arjen Robben og Jan Vennegoor of Hesselink eru frá vegna meiðsla og þá er Sneijder allur að koma til eftir meiðsli.

Sjálfur sagðist hann ekki búast við því að spila í vikunni en það má búast við því að honum verði skipt inn á ef Hollendingar lenda í vandræðum.

En þrátt fyrir öll meiðslavandræðin hafa Hollendingar eitraða sóknarmenn í sínum röðum. Klaas Jan Huntelaar, Dirk Kuyt, Rafael van der Vaart og Ryan Babel eru allir í byrjunarliðinu í dag.

Byrjunarliðið:

Edwin van der Sar

Dirk Marcellis

André Ooijer

Joris Mathijsen

Giovanni van Bronckhorst (f)

Mark van Bommel

Dirk Kuyt

Nigel de Jong

Klaas Jan Huntelaar

Rafael van der Vaart

Ryan Babel

Varamenn: Jan Kromkamp Tim de Cler Orlando Engelaar Demy de Zeeuw Henk Timmer Ibrahim Afellay Wesley Sneijder




Fleiri fréttir

Sjá meira


×