Erlent

Segir eftirlitsmenn úr nágrannaríkjum nægjanlega

Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve, segist munu taka þátt í seinni umferð forsetakosninga í landinu ef kosningaeftirlitsmenn úr nágrannaríkjum verði kallaðir til. Áður hafði hann gert þá kröfu að eftirlitsmenn á vegum alþjóðasamtaka fylgdust með kosningununum.

Eins og fram hefur komið í fréttum bar Tsvangirai sigurorð af Robert Mugabe, forseta Simbabve, í kosningum í lok mars en hlaut þó ekki tilskilinn meirihluta samkvæmt opinberum tölum. Því þarf að kjósa aftur á milli þeirra tveggja. Ekki liggur fyrir hvenær seinni umferð kosninganna fer fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×