Fótbolti

Walesverjum brugðið í skjálftanum

Landsliðsmönnum Wales brá eðlilega í brún þegar jarðskjálftinn gekk yfir suðurland í dag. Nokkrir þeirra voru að baða sig í Bláa Lóninu þegar skjálftinn gekk yfir í dag.

"Leikmennirnir voru að slaka á eftir leikinn og nokkrir þeirra voru í Bláa Lóninu. Þá voru nokkrir þeirra í skoðunarferðum um landið, en John Toshack þjálfari var á hótelinu. Þeir fundu allir fyrir þessu og það var smá drama meðan á þessu stóð, en enginn meiddist," sagði talsmaður knattspyrnusambandsins í Wales.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×