Innlent

Fjórði borgarafundurinn í Háskólabíói á mánudag

Aðstandendur borgarafunda sem haldnir hafa verið á veitingastöðum í miðbænum síðustu vikur boða til nýs fundar á mánudaginn kemur.

Fundað hefur verið tvisvar í Iðnó og nú síðast á mánudaginn á NASA við Austurvöll en vegna þess að fullt hefur verið út úr dyrum hefur verið ákveðið að halda næsta fund í Háskólabíó. Sá hefst klukkan 20 á mánudaginn.

Sem fyrr er skorað á ríkisstjórnina og seðlabankastjóra að mæta á næsta fund og sitja fyrir svörum. „Við munum hafa stóla uppi á sviði merkta ráðherrum og seðlabankastjóra. Mæti þeir ekki verða stólarnir látnir vera auðir og merktir á sviðinu út fundinn," segir í tilkynningu frá aðstandendum borgarafundanna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×