Innlent

Hundrað ára og hlustar ekki á kreppukjaftæði

Fjölmenni var í hundrað ára afmælisveislu Herdísar Albertsdóttur á Ísafirði í dag. Hún þakkar íslenskum mat háan aldur og hlustar ekki á kreppukjaftæði.

Það var mikið um að vera á öldrunardeild Sjúkrahússins á Ísafirði í dag þar sem einn íbúinn, Herdís Albertsdóttir, tók á móti gestum í tilefni af hundrað ára afmæli sínu. Herdís hefur mestan hluta ævi sinnar búið á Ísafirði.

Herdís er mikill aðdáandi íslenska landsliðsins í handbolta og fékk í tilefni dagsins afhenta treyju áritaða af landsliðsmönnum. Hún þakkar það að hafa borðað íslenskan mat háan aldur og segist aldrei hafa smakkað brennivín og aldrei reykt. Herdís segist ekki hlusta á kjaftæði um kreppu en mikilvægt sé að taka þá úr umferð sem bera ábyrgð á ástandinu.

Rætt verður við Herdísi í kvöldfréttum Stöðvar 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×