Fótbolti

Teitur vann Beckham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Teitur Þórðarson er fyrrverandi þjálfari KR.
Teitur Þórðarson er fyrrverandi þjálfari KR. Mynd/Hörður

Vancouver Whitecaps vann í gær 2-1 sigur á David Beckham og félögum í LA Galaxy í æfingaleik í Kanada.

Teitur Þórðarson er þjálfari Vancouver en Beckham var á sínum stað í liði Galaxy og lagði upp mark liðsins. Rúmlega 37 þúsund manns voru á vellinum.

Vancouver var sterkari aðilinn í leiknum en Beckham lagði upp jöfnunarmark Galaxy fyrir Alan Gordon á 43. mínútu. Nicholas Adderly og Eduardo Sebrango skoruðu fyrir Vancouver.

„Þetta var góður leikur," sagði Beckham eftir leik. „Auðvitað hefðum við kosið að vinna leikinn. Ef dómarinn hefði dæmt okkur í hag í nokkrum vafaatriðum fannst mér að við hefðum getað jafnað metin eða unnið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×