Skotar eru ekki bjartsýnir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. september 2008 14:25 Skoskir stuðningsmenn þykja skrautlegir og skemmtilegir. Nordic Photos / AFP James Traynor, blaðamaður hjá The Daily Record, segir að væntingar Skota fyrir landsleikinn á miðvikudaginn séu ekki miklar. Liðið verði þó hreinlega að vinna sigur. Vísir hafði samband við Traynor en hann mun koma hingað til lands til að fylgjast með leik Íslands og Skotlands á miðvikudagskvöldið. Skotar töpuðu um helgina sínum fyrsta leik í undankeppni HM 2010, fyrir Makedóníu á útivelli, 1-0. „Við þurfum að fá öll þrjú stigin," sagði Traynor. „Það var ætlunin að fá minnst fjögur stig úr þessum tveimur leikjum og eftir þessa arfaslöku byrjun á laugardaginn er það ekki einu sinni möguleiki. Ef við töpum hins vegar á miðvikudaginn er ljóst að við munum ekki komast á HM." Hann sagði að Skotar höfðu fyrirfram vonast til þess að ná öðru sætinu í riðlinum. „Enginn bjóst við því að við myndum ná efsta sætinu af Hollendingum en við bundum vonir við að ná inn í umspilið og vera með einn besta árangurinn í öðru sæti." „Ég á von á mjög vel stemmdu íslensku liði á miðvikudaginn eftir úrslitin í Noregi. Það var mjög öflugt hjá þeim að ná að jafna eftir að hafa lent tvívegis undir." Hann á því von á erfiðum leik fyrir Skotana. „Jafnvel þótt Skotar muni spila vel býst enginn við því að þeir muni skora mörg mörk. Skoska landsliðið skorar yfir höfuð ekki mikið af mörkum. Það myndi því enginn vera svekktur yfir því að vinna 1-0 sigur í afar leiðinlegum leik. Við þurfum stigin fyrst og fremst, frammistaðan er aukaatriði." „Það er óhætt að segja að það ríki ekki mikil bjartsýni meðal stuðningsmanna skoska liðsins fyrir þennan leik. Þjálfarinn er þó nokkuð bjartsýnn en hann verður að vera það því hann hefur verið mikið gagnrýndum í fjölmiðlum vegna leiksins á laugardaginn." Traynor á þó ekki von á því að Burley muni missa starfið sitt ef Ísland vinnur á miðvikudaginn. „Það má ekki gleyma því að Skotland hefur ekki komist á stórmót síðan 1998. Skoska knattspyrnusambandið hefur því ekki jafn mikinn pening á milli handanna eins og áður og hefur ekki efni á því að ráða þjálfara úr allra fremstu röð. Ef ekki Burley - hver þá?" Hann telur það Íslendingum einnig til tekna að liðið á knattspyrnumann sem er hvað líklegastur að teljast í heimsklassa af þeim leikmönnum sem munu spila á miðvikudaginn. „Við höfum ekki átt leikmann sem hefur náð jafn langt og Eiður Smári lengi en þar fyrir utan vitum við að Ísland á marga frambærilega knattspyrnumenn." „Það má þó búast við því að það verði mjög einbeittir Skotar sem muni mæta til leiks á miðvikudaginn. Þeir vita að þeir verða að sækja til sigurs. Leikmennirnir hafa bara ekki efni á því að tapa leiknum." Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Fleiri fréttir Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Sjá meira
James Traynor, blaðamaður hjá The Daily Record, segir að væntingar Skota fyrir landsleikinn á miðvikudaginn séu ekki miklar. Liðið verði þó hreinlega að vinna sigur. Vísir hafði samband við Traynor en hann mun koma hingað til lands til að fylgjast með leik Íslands og Skotlands á miðvikudagskvöldið. Skotar töpuðu um helgina sínum fyrsta leik í undankeppni HM 2010, fyrir Makedóníu á útivelli, 1-0. „Við þurfum að fá öll þrjú stigin," sagði Traynor. „Það var ætlunin að fá minnst fjögur stig úr þessum tveimur leikjum og eftir þessa arfaslöku byrjun á laugardaginn er það ekki einu sinni möguleiki. Ef við töpum hins vegar á miðvikudaginn er ljóst að við munum ekki komast á HM." Hann sagði að Skotar höfðu fyrirfram vonast til þess að ná öðru sætinu í riðlinum. „Enginn bjóst við því að við myndum ná efsta sætinu af Hollendingum en við bundum vonir við að ná inn í umspilið og vera með einn besta árangurinn í öðru sæti." „Ég á von á mjög vel stemmdu íslensku liði á miðvikudaginn eftir úrslitin í Noregi. Það var mjög öflugt hjá þeim að ná að jafna eftir að hafa lent tvívegis undir." Hann á því von á erfiðum leik fyrir Skotana. „Jafnvel þótt Skotar muni spila vel býst enginn við því að þeir muni skora mörg mörk. Skoska landsliðið skorar yfir höfuð ekki mikið af mörkum. Það myndi því enginn vera svekktur yfir því að vinna 1-0 sigur í afar leiðinlegum leik. Við þurfum stigin fyrst og fremst, frammistaðan er aukaatriði." „Það er óhætt að segja að það ríki ekki mikil bjartsýni meðal stuðningsmanna skoska liðsins fyrir þennan leik. Þjálfarinn er þó nokkuð bjartsýnn en hann verður að vera það því hann hefur verið mikið gagnrýndum í fjölmiðlum vegna leiksins á laugardaginn." Traynor á þó ekki von á því að Burley muni missa starfið sitt ef Ísland vinnur á miðvikudaginn. „Það má ekki gleyma því að Skotland hefur ekki komist á stórmót síðan 1998. Skoska knattspyrnusambandið hefur því ekki jafn mikinn pening á milli handanna eins og áður og hefur ekki efni á því að ráða þjálfara úr allra fremstu röð. Ef ekki Burley - hver þá?" Hann telur það Íslendingum einnig til tekna að liðið á knattspyrnumann sem er hvað líklegastur að teljast í heimsklassa af þeim leikmönnum sem munu spila á miðvikudaginn. „Við höfum ekki átt leikmann sem hefur náð jafn langt og Eiður Smári lengi en þar fyrir utan vitum við að Ísland á marga frambærilega knattspyrnumenn." „Það má þó búast við því að það verði mjög einbeittir Skotar sem muni mæta til leiks á miðvikudaginn. Þeir vita að þeir verða að sækja til sigurs. Leikmennirnir hafa bara ekki efni á því að tapa leiknum."
Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Fleiri fréttir Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Sjá meira