Skotar eru ekki bjartsýnir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. september 2008 14:25 Skoskir stuðningsmenn þykja skrautlegir og skemmtilegir. Nordic Photos / AFP James Traynor, blaðamaður hjá The Daily Record, segir að væntingar Skota fyrir landsleikinn á miðvikudaginn séu ekki miklar. Liðið verði þó hreinlega að vinna sigur. Vísir hafði samband við Traynor en hann mun koma hingað til lands til að fylgjast með leik Íslands og Skotlands á miðvikudagskvöldið. Skotar töpuðu um helgina sínum fyrsta leik í undankeppni HM 2010, fyrir Makedóníu á útivelli, 1-0. „Við þurfum að fá öll þrjú stigin," sagði Traynor. „Það var ætlunin að fá minnst fjögur stig úr þessum tveimur leikjum og eftir þessa arfaslöku byrjun á laugardaginn er það ekki einu sinni möguleiki. Ef við töpum hins vegar á miðvikudaginn er ljóst að við munum ekki komast á HM." Hann sagði að Skotar höfðu fyrirfram vonast til þess að ná öðru sætinu í riðlinum. „Enginn bjóst við því að við myndum ná efsta sætinu af Hollendingum en við bundum vonir við að ná inn í umspilið og vera með einn besta árangurinn í öðru sæti." „Ég á von á mjög vel stemmdu íslensku liði á miðvikudaginn eftir úrslitin í Noregi. Það var mjög öflugt hjá þeim að ná að jafna eftir að hafa lent tvívegis undir." Hann á því von á erfiðum leik fyrir Skotana. „Jafnvel þótt Skotar muni spila vel býst enginn við því að þeir muni skora mörg mörk. Skoska landsliðið skorar yfir höfuð ekki mikið af mörkum. Það myndi því enginn vera svekktur yfir því að vinna 1-0 sigur í afar leiðinlegum leik. Við þurfum stigin fyrst og fremst, frammistaðan er aukaatriði." „Það er óhætt að segja að það ríki ekki mikil bjartsýni meðal stuðningsmanna skoska liðsins fyrir þennan leik. Þjálfarinn er þó nokkuð bjartsýnn en hann verður að vera það því hann hefur verið mikið gagnrýndum í fjölmiðlum vegna leiksins á laugardaginn." Traynor á þó ekki von á því að Burley muni missa starfið sitt ef Ísland vinnur á miðvikudaginn. „Það má ekki gleyma því að Skotland hefur ekki komist á stórmót síðan 1998. Skoska knattspyrnusambandið hefur því ekki jafn mikinn pening á milli handanna eins og áður og hefur ekki efni á því að ráða þjálfara úr allra fremstu röð. Ef ekki Burley - hver þá?" Hann telur það Íslendingum einnig til tekna að liðið á knattspyrnumann sem er hvað líklegastur að teljast í heimsklassa af þeim leikmönnum sem munu spila á miðvikudaginn. „Við höfum ekki átt leikmann sem hefur náð jafn langt og Eiður Smári lengi en þar fyrir utan vitum við að Ísland á marga frambærilega knattspyrnumenn." „Það má þó búast við því að það verði mjög einbeittir Skotar sem muni mæta til leiks á miðvikudaginn. Þeir vita að þeir verða að sækja til sigurs. Leikmennirnir hafa bara ekki efni á því að tapa leiknum." Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Sjá meira
James Traynor, blaðamaður hjá The Daily Record, segir að væntingar Skota fyrir landsleikinn á miðvikudaginn séu ekki miklar. Liðið verði þó hreinlega að vinna sigur. Vísir hafði samband við Traynor en hann mun koma hingað til lands til að fylgjast með leik Íslands og Skotlands á miðvikudagskvöldið. Skotar töpuðu um helgina sínum fyrsta leik í undankeppni HM 2010, fyrir Makedóníu á útivelli, 1-0. „Við þurfum að fá öll þrjú stigin," sagði Traynor. „Það var ætlunin að fá minnst fjögur stig úr þessum tveimur leikjum og eftir þessa arfaslöku byrjun á laugardaginn er það ekki einu sinni möguleiki. Ef við töpum hins vegar á miðvikudaginn er ljóst að við munum ekki komast á HM." Hann sagði að Skotar höfðu fyrirfram vonast til þess að ná öðru sætinu í riðlinum. „Enginn bjóst við því að við myndum ná efsta sætinu af Hollendingum en við bundum vonir við að ná inn í umspilið og vera með einn besta árangurinn í öðru sæti." „Ég á von á mjög vel stemmdu íslensku liði á miðvikudaginn eftir úrslitin í Noregi. Það var mjög öflugt hjá þeim að ná að jafna eftir að hafa lent tvívegis undir." Hann á því von á erfiðum leik fyrir Skotana. „Jafnvel þótt Skotar muni spila vel býst enginn við því að þeir muni skora mörg mörk. Skoska landsliðið skorar yfir höfuð ekki mikið af mörkum. Það myndi því enginn vera svekktur yfir því að vinna 1-0 sigur í afar leiðinlegum leik. Við þurfum stigin fyrst og fremst, frammistaðan er aukaatriði." „Það er óhætt að segja að það ríki ekki mikil bjartsýni meðal stuðningsmanna skoska liðsins fyrir þennan leik. Þjálfarinn er þó nokkuð bjartsýnn en hann verður að vera það því hann hefur verið mikið gagnrýndum í fjölmiðlum vegna leiksins á laugardaginn." Traynor á þó ekki von á því að Burley muni missa starfið sitt ef Ísland vinnur á miðvikudaginn. „Það má ekki gleyma því að Skotland hefur ekki komist á stórmót síðan 1998. Skoska knattspyrnusambandið hefur því ekki jafn mikinn pening á milli handanna eins og áður og hefur ekki efni á því að ráða þjálfara úr allra fremstu röð. Ef ekki Burley - hver þá?" Hann telur það Íslendingum einnig til tekna að liðið á knattspyrnumann sem er hvað líklegastur að teljast í heimsklassa af þeim leikmönnum sem munu spila á miðvikudaginn. „Við höfum ekki átt leikmann sem hefur náð jafn langt og Eiður Smári lengi en þar fyrir utan vitum við að Ísland á marga frambærilega knattspyrnumenn." „Það má þó búast við því að það verði mjög einbeittir Skotar sem muni mæta til leiks á miðvikudaginn. Þeir vita að þeir verða að sækja til sigurs. Leikmennirnir hafa bara ekki efni á því að tapa leiknum."
Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Sjá meira