Enski boltinn

Antonio Valencia er leikmaður 37. umferðar

NordcPhotos/GettyImages

Vængmaðurinn Antonio Valencia sló í gegn um helgina þegar hann skoraði bæði mörk Wigan í óvæntum 2-0 útisigri liðsins á Aston Villa. Sigurinn þýddi að sæti Wigan í úrvalsdeildinni er tryggt, þrátt fyrir að það hefði aðeins fengið 9 stig í fyrstu 16 umferðunum.

Smelltu hér til að sjá myndband með tilþrifum leikmanns umferðarinnar, Antonio Valencia. 

Smelltu hér til að sjá myndbrot af helstu tilþrifum helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.. 

Það var Paul Jewell sem fékk hinn 22 ára gamla Ekvadora til Wigan á sínum tíma, en hann var áður hjá spænska liðinu Villarreal. Hann var fyrst lánaður til Wigan í ágúst árið 2006, en var svo keyptur endanlega í janúar á þessu ári.

Hann hafði aðeins skorað tvö mörk fyrir leikinn mikilvæga um helgina, en tvö mörk hans í síðari hálfleik settu strik í reikninginn fyrir Evrópumetnað Villa í vor.

Steve Bruce knattspyrnustjóri Wigan hefur miklar áhyggjur af því að Valencia fari frá félaginu í sumar, en hann hefur þegar lýst því yfir að bæði Liverpool og Manchester United hafi verið að fylgjast með piltinum.

Hann varar hann þó við því að stökkva á fyrsta tilboð ef stóru klúbbarnir spyrjast fyrir um hann.

"Ég vil ekki að menn eins og Valencia fari frá okkur því þeir eru enn ungir og eru að finna sig sem leikmenn. Hann hefur verið að spila vel og vekur því áhuga stærri liða og þá er erfitt að halda honum, en ég minni þessa stráka á að það er mikilvægt að fá að spila reglulega ef þeir ætla að bæta sig og það er óvíst að þeir fái það tækifæri hjá stóru liðunum," sagði Bruce.

Nafn: Luis Antonio Valencia Mosquera

Fæddur: 4. ágúst í Nueva Loja, Ekvador

Staða: Vængmaður

Númer: 16

Félög: Nacional, Villarreal, Recreativo (lán), Wigan




Fleiri fréttir

Sjá meira


×