Fótbolti

Domenech nýtur stuðnings

NordicPhotos/GettyImages

Franska knattspyrnusambandið hefur lýst yfir stuðningi sínum við landsliðsþjálfarann Raymond Domenech, en hann verður sífellt óvinsælli meðal stuðningsmanna landsliðsins.

Frakkar biðu afhroð á EM í sumar þar sem liðið skoraði aðeins eitt mark og varð í neðsta sæti riðils síns.

Liðið hefur verið brokkgengt í síðustu leikjum þar sem það fékk m.a. skell gegn Austurríki 3-1.

Frakkar gerðu 2-2 jafntefli við Rúmena í undankeppni HM um síðustu helgi þar sem liðið lenti undir 2-0, en þar þökkuðu leikmenn þjálfara sínum fyrir að hafa náð að jafna leikinn.

Í gær vann liðið svo 3-1 sigur á Túnis í æfingaleik í gær þar sem liðið lenti undir 1-0 en tvö mörk frá Thierry Henry tryggðu Frökkum sigurinn.

Það er því ljóst að Domenech fær að hanga eitthvað lengur í starfi, en ljóst er að liðið verður að fara að ná stöðugleika ef ekki á illa að fara fyrir þjálfaranum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×