Fótbolti

Óvænt tap hjá Hearts

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eggert Gunnþór Jónsson í leik með Hearts.
Eggert Gunnþór Jónsson í leik með Hearts. Nordic Photos / Getty Images

Eggert Gunnþór Jónsson lék allan leikinn í liði Hearts sem tapaði fyrir Falkirk á útivelli, 2-1.

Þetta var heldur óvænt tap enda Falkirk án stiga fyrir leikinn og Hearts meðal efstu liða í deildinni eftir þrjá sigra í fjórum leikjum. Liðið er því með níu stig en er dottið niðiur í fimmta sæti.

Rangers og Celtic unnu sína leiki í dag en toppslagur dagsins var viðureign Rangers og Kilmarnock. Fyrrnefnda liðið vann 2-1 sigur. Kilmarnock er með tíu stig í þriðja sæti en Rangers á toppnum með þrettán. Celtic er einnig með tíu stig.

Hamilton er með níu stig í fjórða sætinu.

Úrslit dagins:

Motherwell - Celtic 2-4

Aberdeen - Hamilton 1-2

Falkirk - Hearts 2-1

Hibernian - Dundee United 2-1

Inverness - St. Mirren 1-2

Rangers - Kilmarnock 2-1






Fleiri fréttir

Sjá meira


×