Enski boltinn

Guðjón talinn aðeins líklegri

Elvar Geir Magnússon skrifar
Guðjón Þórðarson.
Guðjón Þórðarson.

Guðjón Þórðarson er talinn vera líklegastur til að verða næsti knattspyrnustjóri Crewe Alexandra samkvæmt staðarblaðinu í Crewe. Dario Gradi stýrir liðinu nú til bráðabirgða og býst hann við að vera áfram við stjórnvölinn í jólaleikjunum.

„Það bendir allt til þess að ég stýri liðinu á öðrum jóladegi," sagði Gradi sem tók við liðinu þegar Steve Holland hætti um miðjan nóvember. Crewe er í botnsæti ensku 2. deildarinnar en hefur krækt í fjögur stig síðan Gradi tók tímabundið við.

„Ég nýt þess að starfa við þetta í augnablikinu en ég sé mig ekki vera hérna til frambúðar," sagði Gradi. Talið er að valið um næsta knattspyrnustjóra hjá stjórn Crewe standi á milli John Ward og Guðjóns. Samkvæmt heimildum Crewe Chronicle virðist Guðjón vera skrefinu á undan í baráttunni um starfið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×